miðvikudagur, 8. október 2003

Rétt í þessu var ég að ljúka við setningu sem ég var án efa að segja í fyrsta skipti um ævina. Ég er að vinna verkefni í háskólanum með Óla og vildi hlusta á tónlist. Nýlega hafði ég heyrt diskinn "Sól að morgni" með Bubba og líkaði mjög vel við þrjú laganna. Ég sagði því í fyrsta sinn á ævinni eftirfarandi setningu, eftir að hafa sagt "á hvaða disk ætti ég að hlusta?" og takið nú vel eftir:

„Kannski ég hlusti bara á Bubbadiskinn“

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.