miðvikudagur, 8. október 2003

Um helgina upplifði ég eina mestu tilviljun allra tíma. Við Óli pöntuðum okkur pizzu í skólanum á sunnudaginn og tefldum eina skák áður en við sóttum hana (spöruðum okkur þarmeð rúmlega helming í verði). Skákinni lauk með sigri annars okkar og skildum við taflið eftir í þeirri stöðu. Þegar við komum aftur, rúmlega 10 mínútum síðar, með sjóðandi flatbökuna, tókum við eftir því að nákvæmlega sama staða var uppi á borðinu. Þar sem skák er mjög eftirsótt iðja á meðal háskólanema segir það sig sjálft að fólk hefur hlaupið að um leið og losnaði borð og horfið frá borðinu rétt áður en við komum, eftir að hafa teflt skák sem endaði nákvæmlega eins og okkar. Ekki nóg með það heldur höfðu sömu aðlilar skilið stólana eftir í nákvæmlega sömu stöðu og við og ekki hreyft við umbúðaruslinu sem við hentum á skákborðið áður en við fórum að ná í flatbökuna.

Óhugnarlegt svo ekki sé meira sagt!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.