laugardagur, 7. júní 2003

Var rétt í þessu að bæta við lítilli mynd hérna í gluggann til hægri. Athugið að í hvert skipti sem þið komið hingað hleðst ný mynd. Ég veit hvað þið hugsið; "Mikið er Finnur klár í að gera síðu" en ég leiðrétti ykkur strax áður en þið farið að dreifa vitleysu um mig. Þetta er verk hans Árna Más, en hann er kærasti systur minnar. Það var hann sem gerði kóðann fyrir mig og kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir. Það er einmitt Árni Már sem er með þessa síðu en hann rekur hönnunarfyrirtækið AM-Dsigns(.com). Einnig fær Árni hlekk hér til hægri.

Sem minnir mig á það, ég hef fjarlægt hlekkinn á Garðar en hann virðist hættur með bloggið sitt og hefur hafið nýtt með Bergvini en þeir leigja saman og héldu á dögunum heljarteiti en myndir frá því er hægt að sjá hér. Ég bæti nýja blogginu við í hlekkina, vona að þeir standi sig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.