mánudagur, 16. júní 2003

Tölvulausi dagurinn gekk vel fyrir sig. Ég hélt mér á lífi með því að rölta um Fellabæinn í glaðasólskini auk þess sem ég reyndi að spila körfubolta án árangurs en fór þess í stað í fótbolta með nokkrum vöskum piltungum. Fótboltinn entist til ca 23:30 þannig að ég var sloppinn fyrir horn. Lesendur veftímaritsins 'við rætur hugans' tóku hinsvegar ekki vel í þetta því aðeins 20 manns kíktu á síðuna í dag.

Að þessu tilefni þá hef ég ákveðið að birta tvær 'Verðlaust' myndir sem ég gerði á föstudagskvöldið í makindum mínum. Samtökin 'smiðir gegn klámi' hafa sagt mér að vara fólk við þessum myndum því þær eru argasta klám og á þeim er eitthvað um kynvillu. Hér er fyrri myndin og hér er sú seinni. Þær eru á ensku því ég hyggst verða heimsfrægur fyrir þær. Verði ykkur að góðu.