föstudagur, 20. júní 2003

Ég sá Ísland í dag í gær í Fellabæ í góðum fíling. Skyndilega tók ég eftir því að Dóra Takefúsa er komin í stað Guðrúnar Gunnarsdóttur í hlutverk hressu konunnar sem hlær mikið. Einn galli er á þessu hlutverki hennar og er það að hún veit ekki hvenær á að hlægja og hvenær ekki. Einnig spyr hún bæði heimskulegra spurninga og tilgangslausra á milli þess sem hún hlær á vitlausum stöðum þannig að amk ég verð hálf vandræðalegur. Hún er þó mjög falleg og kann að lesa af skjá eða blaði þannig að hún væri fín í að kynna gestinn og að sitja og brosa á meðan Snorri spyr spurninganna. Það er býsna augljóst af hverju hún fékk þetta starf.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.