föstudagur, 20. júní 2003

Í dag er föstudagur, helgin framundan sem þýðir aðeins eitt; það eru 15,15% líkur á því að ég sé veikur. Ég taldi það saman í dag og komst að því að ég hef orðið veikur 5 sinnum síðustu 33 vikurnar. Alltaf hef ég orðið veikur á föstudeginum og í framhaldi af því eytt helginni í að liggja rænulaus en náð svo nægum bata til að látið sjá mig í vinnu á mánudeginum. Það er vissara að taka það fram að ég er veikur þennan föstudaginn og mun eyða helginni í að láta mér batna. Einnig reiknaði ég út að ef þetta heldur svona áfram verð ég veikur fjórum sinnum í viðbót áður en árið er búið og yfirgnæfandi líkur eru á því að það gerist á föstudegi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.