Janúar
Ég byrjaði árið á Egilsstöðum að klára mitt árlega 10 daga jólafrí.
Þegar ég kom aftur til Reykjavíkur tók dagleg rútína við.
Febrúar
Í febrúar gerðist fátt nema matarboð þar sem Valería Dögg frænka, þá tveggja ára gríntist.
Mars
Ekkert gerðist í mars nema að ég kynntist nýju fólki og tók þessa ljósmynd á símann minn.
Apríl
Pabbi flutti í Grafarholt á árinu og bauð fjölskyldunni gríðaroft í mat eða kaffi. Oftar en ekki sló hann á létta strengi.
Maí
Við fyrstu vísbendingu um sumar fór ég upp á Esjuna (fjallið) með Eysteini Ara. Þar var ískalt.
Júní
Þetta sumarið reyndi ég ítrekað að spila snooker en þurfti yfirleitt frá að hverfa vegna hita á snookerstofunni.
Þess í stað passaði ég og var passaður af Valeríu Dögg frænku. Oftar en ekki vorum við máluð í framan.
Júlí
Einn ískaldan rigningardag átti ég þetta skot í snooker. Eitt langsóttasta skot sögunnar, mögulega.
Valería Dögg fékk m.a. ný sólgleraugu og fór svo til Rússlands í mánuð með mömmu sinni.
Ágúst
Ég fór í keilu með fjölskyldunni í fyrsta og síðasta skipti. Verðlagið í keiluhöllinni er nokkuð sanngjarnt, ef þú ert milljarðamæringur.
Það sást til sólar í tvo daga. Annan daginn tók ég þessa mynd.
Hinn daginn tók ég þessa mynd af Valeríu Dögg og dætrum hennar.
September
Fögur er vinnan svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, svartir veggir en vel upplýstir, og mun eg ríða þangað aftur og fara hvergi.
Ég rakst á blóðrautt sólarlag á leið heim úr rækt eitt kvöldið.
Tré. Það á skilið að komast í ljósmyndaannálinn.
Fékk mér ný gleraugu og fór í afmæli Valeríu Daggar.
Október
Björgvin bróðir, Svetlana og Valería Dögg fluttu og Valería fékk nýja litabók.
Laufblöðin flugu suður á bóginn.
Nóvember
Skrapp til Lundúna. Þar fann ég þessi ástarlauf.
Þar fann ég líka fallega skreytta risabyggingu.
Aðallega fann ég þar þó þessa gullfallegu stelpu, Gabrielu að nafni.
Við fórum m.a. á bakvið Seljalandsfoss, í Bláa Lónið, um hverfis landið á þremur dögum í brjáluðu veðri, Laugarveginn, í snooker með vinum og óvart á American Style.
Ég var ítrekað nálægt því að togna í brosvöðvum vegna ofnotkunar. Hún er það besta sem gerðist á árinu.
Desember
Jólafríið hófst 21. desember með bílferð á Egilsstaði.
Valería Dögg fékk mig til að gera ótrúlegustu hluti í ótrúlegustu múnderingum.
Þetta er fullkomlega lýsandi mynd fyrir jólafríið mitt. Nema fjórðunginn af því var ég ælandi.
Að lokum er hér video yfir vinsælustu myndirnar sem ég setti á Instagram á árinu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.