mánudagur, 13. maí 2013

Klappstýra vikunnar

Vefsíða Sport Illustrated virðist halda að klappstýrur séu merkilegri en ég, þar sem þeir taka bara viðtöl við þær í liðnum sínum "Klappstýra vikunnar" (Ens.: Cheerleader of the week) sem ég rakst á á netinu fyrir... tilviljun.

Eins og svo oft áður hafa þeir rétt fyrir sér en ég ætla samt að svara þessum spurningum. Það má því segja að ég sé klappstýra vikunnar á minni eigin síðu. Spurningar eru þýddar af ritstjóra og elskhuga mínum, mér.

Heimabær
Ég bý í Kópavogi. Er upphaflega frá Fellabæ við Egilsstaði. Eða Trékyllisvík. Eða Hallormsstað. Eða Hafnarfirði. Eða Reykjavík.

Menntaskóli/Háskóli
Menntaskólinn á Egilsstöðum og Háskólinn í Reykjavík.

Námsbraut
Hagfræðibraut í Menntaskóla og Viðskiptafræði í Háskóla. Ekki að ástæðulausu að ég var kosinn mest spennandi karakterinn... aldrei.

Það kæmi vinum mínum á óvart að vita að ég...
...borðaði ekkert nammi í kvöld, fyrir utan nokkur súkkulaði og kók glas.

Ef þú sæir lista yfir mest spiluðu lög tónlistarspilara þíns, myndirðu sjá mikið af...
Daft Punk, Sirius Mo, Gylfa Ægis og Nirvana.

Ef ég yrði að horfa á eina kvikmynd eða einn sjónvarpsþátt aftur og aftur þá yrði það...
Líklega Seven ef það væri bíómynd og fyrsta serían af Dexter ef þáttur.

Svalasti eltihrellir minn á Twitter
Nói Siríus.

Vandræðalegasta upplifun mín á leik
Eitt sinn tók ég víti í körfuboltaleik og þegar boltinn skoppaði á hringnum öskraði ég að hann ætti að drullast ofan í körfuna og að hann væri helvítis tussa. Þegar ég snéri mér við sá ég að áhorfendabekkirnir voru smekkfullir af börnum á aldrinum 5-10 ára. Nokkur börnin voru grátandi (vona ég).

Mitt vesta stefnumót
Sá leiðinlegustu bíómynd allra tíma nokkuð nýlega í bíó, þó það hafi ekki bitnað á kvöldinu. Ég ætla amk ekki að nefna stefnumótið sem endaði með óstöðvandi niðurgangi.

Þrennt sem ég vil gera áður en ég dey?
Vera skuldlaus, prófa eiturlyf (í hárri elli) og segja nei við einhvern einhverntíman.

Uppáhaldsvefsíður og/eða blogg
Reddit er uppáhalds síðan. Ég á mér ekki uppáhalds blogg lengur. Flestir bloggarar sem ég hef nefnt mína uppáhalds hafa hætt störfum. Ef ég nefni blogg núna mun ég líklega valda dauða þess.

Uppáhaldsfólkið sem ég eltihrelli á Twitter
Enginn sérstakur. Ef mér yrði hótað barsmíðum ef ég veldi engan þá myndi ég líklega velja bara... Paul Rust?

Eftirlætis símasmáforrit mitt
Instagram, Sleepbot eða Whatsapp.

Sú fræga manneskja sem ég er hvað hrifnastur af
Hef alltaf verið pínu veikur fyrir Tinu Turner.

Þrjár manneskjur sem ég vil borða kvöldmat með (lifandi eða dauðar)
Ég hefði verið til í að kynnast afa mínum í föðurætt og ömmu í móðurætt, sem dóu áður en ég fæddist. Helst lifandi. Og svo auðvitað Tina Turner.

Minn versti ávani
Ég naga neglur. Sem betur fer bara mínar eigin. Ennþá.

Sá hæfileiki sem ég vildi mest að ég byggi yfir
Að elda mat. Eða gera við bíla. Eða gera við mat. Og borða mat.

Mitt uppáhalds atvinnu íþróttalið
Utah Jazz. Eina atvinnulið sem ég fylgist með.

Ein af mínum sakbitnu ánægjum (ens.: Guilty pleasure)
Að finna spurningalista á netinu og svara þeim sjálfur.

Ég myndi vilja að mín síðasta máltíð yrði...
LSD töflur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.