mánudagur, 11. febrúar 2013

Eitt leiðir að öðru

Í dag (og á morgun) er ég í fríi vegna þess að ég á allt sumarfríið mitt eftir frá í fyrra og þarf að klára það fyrir 1. maí næstkomandi.

Ég vaknaði upp úr hádegi og þurfti að pissa. Svo ég fór á klósetið.
Úr því ég var komin á fætur gat ég alveg eins klætt mig og tannburstað.
Úr því ég var kominn í föt gat ég alveg eins farið út.
Úr því ég var kominn út gat ég alveg eins keypt mér nýtt rúm.
Úr því ég var búinn að kaupa mér nýtt rúm gat ég alveg eins farið heim.
Úr því ég var kominn heim gat ég alveg eins lagt mig.
Úr því ég var sofnaður gat ég allt eins byrjað að dreyma.
Úr því mig var farið að dreyma gat ég alveg eins dreymt að leikarinn William Fichtner segði að ég væri í ljótum gallabuxum, svo ég sagði að hann er með ljótt hár en tók það til baka þegar ég sá hvað honum sárnaði.

Fínn dagur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.