þriðjudagur, 29. janúar 2013

Ónæmiskerfið ónýtt

Í gærkvöldi veiktist ég í fjórða sinn á þremur mánuðum af kvefi eða einhverju í þeim dúr. Þetta kvef lýsir sér í raddleysi, hósta og helling af sjálfsvorkunn.

Í kvöld dundaði ég mér því við að fjarlægja úr mér ónæmiskerfið, sem virðist vera ónýtt hvort eð er, með teskeið og skærum. Sá sem er fyrstur til að hafa samband fær það gefins gegn því að viðkomandi skaffi meðalstóran poka undir það og/eða geti reddað mér blöðru til að búa í.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.