þriðjudagur, 8. janúar 2013

Kvikmyndir ársins 2012

Hér er topp 8 listi minn yfir þær kvikmyndir sem ég sá á nýliðnu ári. Ath. einhverjar þeirra eru mögulega ekki frá árinu 2012. En ég sá þær amk á árinu. Og það er það eina sem skiptir máli.

1. Skyfall (Ísl: Saurbær)
James Bond klikkar ekki með Daniel Craig í hlutverkinu. Hvergi nærri jafn góð og Casino Royal og aðeins betri en Quantum of Solace.
3,5 stjörnur af fjórum.

2. Looper (Ísl: Lárus Lykkjari fer á kostum)
Vísindaskáldsaga með Joseph Gordon-Levitt í hlutverki Bruce Willis í hlutverki leigumorðingja í framtíðinni og lengra í framtíðinni (Lalli Lykkjari), sem keppist við að drepa sjálfan sig áður en hann drepur sjálfan sig.
3,5 stjörnur af fjórum.

3. Dredd (Ísl: Dómari Davíð)
Ein óvæntasta mynd ársins. Og það í 3D sem ég hata meira en fólk sem ekki gefur stefnuljós. Davíð dómari læsist inni í risablokk og þarf að taka á honum stóra sínum til að halda sér á lífi. Sérstaklega skemmtilegt túlkun á Davíð Dómara, sem bókstaflega skelfur úr hatri.
3,5 stjörnur af fjórum.

4. The Dark Knight Rises (Ísl: Maður klæddur sem leðurblaka rís)
Þriðja og síðasta myndin um manninn sem er klæddur eins og leðurblaka. Ein af verstu myndum leikstjórans, sem segir ekkert þar sem hann gerir bara góðar myndir.
3,5 stjörnur af fjórum.

5. The Girl with the Dragon Tattoo (Ísl.: Barnaby ræður gátuna)
Hollywood útgáfan. Svipað góð og upphaflega útgáfan. Talsvert dekkri. Fjallar um karlmenn sem hata konur og Lisbeth Salander.
3,5 stjörnur af fjórum.

6. 21 jump street (Ísl.: Bankastræti 21)
Ólíklegt lögguvinapar fer í gervi menntaskólanema til að leita að dópi eða einhverju. Mun fyndnari mynd en ég bjóst við.
Þrjár stjörnur af fjórum.

7. Chronicle (Ísl.: Sér grefur gröf).
Unglingar fá ofurhæfileikann til að færa hluti úr stað með hugarorkunni. Upphefst mikið ævintýri. Áhugaverð og vel leikin mynd
Þrjár stjörnur af fjórum.

8. Contagion (Ísl.: Smit)
Raunsæ mynd um það hvað myndi gerast ef banvænn vírus kemst í umferð. Vel leikin og afar áhugaverð mynd.
Þrjár stjörnur af fjórum.

Heiðurssæti: ∞. Killer Joe (Ísl.: Jói vondi kall)
Eitthvað það allra ömurlegasta sem ég hef látið innfyrir augu mín. Tilgerðarleg, ofleikin og afspyrnu heimskuleg.
Hálf stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.