þriðjudagur, 11. desember 2012

Danskir brjóstdropar

Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt til þess að hugsa að enn sé ekki til almennileg og fljótvirk lækning við kvefi eða flensu. Það er þó ekkert miðað við undrun mína þegar örvænting greip um sig í gærkvöldi og ég keypti, og drakk, danska brjóstdropa í fyrsta sinn.

Hvernig í ósköpunum tókst vísindamönnunum sem gerðu þetta að búa til svona vont bragð? Ef ég ætti að lýsa því myndi ég segja að þeir bragðist eins og illska og möglega lakkrís með keim af samviskubiti í eftirbragð.

Nú þarf ég bara að skoða hvort það sé betra að blanda þá í kók eða í appelsínusafa og ég mun ná heilsu aftur, eða amk hætta að hósta í hvert sinn sem ég tala upphátt (ca þrisvar á dag).

Viðbót: Var að komast að því að það minnkar eftirbragðið talsvert að rífa nögl af fingri annarar handar, þó ekki nema í nokkrar sekúndur á meðan öskrað er úr sársauka. Vel þess virði.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.