mánudagur, 12. nóvember 2012

Ævintýraleg bíóferð

Fyrir tæpri viku fór ég að sjá nýjustu James Bond myndina, Skyfall með vini mínum Eysteini Ara.

Myndin fjallar um ærslabelginn James Bond og ævintýri hans. Mjög góð mynd eins og allar James Bond myndirnar með Daniel Craig í aðalhlutverki. Það er mín kenning að hvaða James Bond mynd Daniel Craig sem er (Casino Royale, Quantum of Solace eða Skyfall) er betri en allar hinar James Bond myndirnar samanlagt, jafnvel margfeldi þeirra.

En meira um bíóferðina sjálfa. Það má eiginlega segja að ég hafi verið í hlutverki James Bond þetta kvöld. Fyrst þegar myndin hvarf af skjánum þegar um hálftími var eftir af henni en hljóðið hélt áfram, vegna einhverra mistaka starfsfólks. Rétt eins og njósnari hélt ég ró minni allan tímann. Njósnari missir ekki tök á skapi sínu og öskrar eitthvað óskiljanlegt í átt að sýningarvélinni, eins og næstum allir aðrir í salnum.

Ekki nóg með það heldur læstust nokkrir gestir myndarinnar inni í hringhurð á leið úr Smáralindinni (þar sem myndin var sýnd) þegar náunginn á sýningarvélinni þurfti líklega að leysa af á stjórntækjum hringhurðarinnar. Ég bauðst til að leita að starfsmanni öryggisgæslunnar, en án árangurs.

Í miðju símtali við 118 sá ég öryggisvörð á næstu hæð fyrir ofan, starandi á mig:

Ég: *Bendi á hann og gef til kynna að hann þyrfti að koma*
*Öryggisvörður horfir svipbrigðalaus á mig*
Ég: *Bendi af meiri ákafa, um leið og ég kveð 118, þar sem ég hafði fundið öryggisvörð*
*Öryggisvörðurinn horfir enn svipbrigðalausar á mig*
Ég: Ertu að vinna hérna?
Öryggisvörður: *Grafalvarlegur* Lít ég ekki út fyrir það?
Ég: Komdu þá! Það er fólk búið að vera læst í hringhurðinni hérna í 10 mínútur.
Öryggisvörður: Ó..eh...ok.
*Ég geng úr Smáralindinni án þess að líta til baka, eins og James Bond*

Og þetta náði ég að gera án Excel. Ótrúlegt.

Ég gef myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fjórum.

1 ummæli:

  1. hahhahahhhaha ! Snilldin ein ! Já þetta er ein besta mynd Bond allra tíma ROSALEG sko !!

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.