sunnudagur, 14. október 2012

Hugljómun

Ég hef átt Peugeot 206 bifreið mína núna í sex ár. Á þeim tíma hefur hún bilað óteljandi oft og kostað mig óteljandari meiri peninga.

Ég hef oft hugsað hvort ég hefði kannski átt að sjá þetta fyrir, þegar ég keypti bílinn. Í dag sá ég það sem ég hefði átt að sjá á kaupdeginum:

Þetta er mynd af Peugeot 206 með nákvæmlega eins innréttingu og minn.

Aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, kaupa bíl sem byggir allt mælaborðið í kringum neyðarhnappinn, sem fær sérstakt heiðurssæti á vel aðgengilegum stað í miðjunni.

Minn neyðarhnappur er eins, nema hann er með djúp för eftir lófana á mér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.