sunnudagur, 9. september 2012

Netleysi

Á föstudagskvöldið datt internetið út hjá mér vegna bilunar hjá Vodafone eða einhvers.

Það munaði litlu að ég náði að gera eitthvað af viti það kvöldið en ég endaði á að spila tölvuleikinn Dirt 2, sem snýst um kappakstur á kraftmiklum bílnum, þar til ég sofnaði. Ótrúlegt nokk þá er enginn Peugeot í leiknum. Sennilega af því þeir myndu liðast í sundur í kröppum beygjum (eða við hvað sem er).

Í gær brást ég öðruvísi við netleysinu. Ég fór út að borða, í körfubolta, örsnögga heimsókn til bróður míns og í bíó með vini. Að því loknu horfði ég á bíómynd heima á meðan ég troð eins miklu nammi upp í mig og líkamlega var mögulegt. Góður dagur.

Í morgun var internetið komið aftur á. Ég ætlaði að reyna að láta sem ég vissi ekki af því og snúast út um allt. Það gekk ekki betur en þetta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.