sunnudagur, 15. júlí 2012

Vonbrigði helgarinnar

Ég varð mjög dapur fyrir mannkynið á rölti mínu um Kringluna í gær, þegar ég sá þessa bók:


Bókin inniheldur bara myndir af köttum og öðrum gæludýrum í gervi frægs fólks. Svo vonsvikinn var ég að ég er að hugsa um að skila henni.

Til að hugga mig keypti ég mér, að ég hélt, endalausan poka af Kropp súkkulaði kúlum.


Það var ekki fyrr en eftir kaupin að ég tók eftir smáa letrinu á pokanum sem segir að í pokanum sé "takmarkað magn". Þvílík vonbrigði. Takk kærlega, ríkisstjórn!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.