þriðjudagur, 19. júní 2012

Uppáhalds/óuppáhalds iðjur

Það er óhugnarlegt hversu fín lína er milli skemmtunar og eymdar. Hér eru topp 5 listar yfir hluti sem ég hef mest gaman af því að gera og mér finnst ömurlegt að þurfa að gera. Höggvið eftir hversu líkir þeir eru:

Listi yfir fimm uppáhalds iðjur mínar

5. Að vera í Excelskjalagerðarstuði.
Þegar vel gengur að smíða gagnleg og/eða skemmtileg Excel skjöl þá á ég til að syngja með mér lítinn lagstúf til að undirstrika hamingjuna. Stundum tek ég meira að segja nokkur létt dansspor á milli formúlna, samstarfsfólki mínu til mikillar kátínu.

4. Að fara í bíó.
Að hitta vini, horfa á góða mynd og jafnvel borða Risahraun (ekki myndlíking). Gerist ekki mikið betra.

3. Standa mig vel í körfubolta.
Að fá high five eftir gott gengi í körfubolta er betra en kynlíf. Þið megið ekki hafa það eftir mér.

2. Sofa.
Þá sérstaklega að sofa út, á meðan venjulegt fólk er að eyða tíma sínum í að gera eitthvað við líf sitt.

1. Leika við Valeríu Dögg, 2ja ára bróðurdóttir mína.
Með skemmtilegustu börnum allra tíma. Sömu sögu er að segja um hin systkinabörnin mín, sem búa alltof langt í burtu.


Listi yfir fimm óuppáhalds iðjur mínar

5. Að ryksuga.
Ömurlegheitin eru óstjórnleg. Að þurfa að ryksuga, bara til að ryksuga aftur eftir nokkra daga.

4. Að fara ekki í bíó.
Alltaf þegar ég er ekki í bíó er ég ekki að skemmta mér vel.

3. Að geta lítið í körfubolta.
Fátt kemur mér í verra skap en að standa mig illa á körfuboltaæfingu og fá engin high five.

2. Að fara að sofa.
Einhverra hluta vegna forðast ég þá stórkostlegu iðju að sofa eins og syndina.

1. Að tala við fólk.
Ekki af því það er svo óáhugavert. Ég er bara svo leiðinlegur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.