miðvikudagur, 6. júní 2012

Matarskortur heimsins næstum lagaður

Um síðustu helgi rakst ég á lausnina við öllum heimsins matarskorti þegar ég rambaði á einn stærsta snakkpoka sem ég hef á ævinni séð. Svo ég keypti hann og planaði að senda til Rauða Krossins eða einhvers álíka góðgerðarsamtaka.


Í kvöld bugaðist ég svo þegar mig langaði svo að líta út fyrir að vera dvergur að borða úr venjulegum snakkpoka. Ég opnaði pokann og borðaði ca 2% innihaldsins á rétt rúmum hálftíma, flissandi yfir því að vera svona smávaxinn og fíngerður.

Ég sé ekki eftir neinu, nema mögulega því að hafa bugast.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.