fimmtudagur, 17. maí 2012

Tónlist er freisting mín

Fyrir nokkrum mánuðum lá ég andvaka og hugsaði um hvað væri mín freisting. Þetta gerði ég nokkrar nætur í röð eða þar til ég komst að niðurstöðu. Tónlist er freisting mín.

Þegar það var komið í ljós hugsaði ég lengi um hvernig ég gæti komið því best á framfæri. Ég hugsaði um að semja lag, mála listaverk og á einum tímapunkti að fá mér húðflúr. Það var svo á rölti um Kringluna sem ég rakst á hina fullkomnu leið til að sýna fólki hvað freisting mín er:


Peysan kostaði mig dágóða fjárhæð en hún var þess virði. Nú næ ég að tjá mig hvert sem ég fer án þess að segja orð.

Þannig er sagan á bakvið kaupin á þessari peysu. Hún var amk ekki fyrsta peysan sem ég sá og keypti á hlaupum í gegnum Kringluna án þess að máta né sjá hvað á henni stóð. Nei herra minn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.