fimmtudagur, 3. maí 2012

Handrit að (ör)stuttmynd

Tímasetning: Hádegi 3. maí 2012

Staðsetning: Úrilla Górillan

Lýsing: Þrír menn sitja við borð og ræða málin. Afgreiðslustelpa gengur upp að borðinu.

Afgreiðslustelpa (AS): Eruði tilbúnir að panta?
Vitleysingur (V): Já, ég ætla að fá pizzu með pepperóní og gúrku.
AS: ...ok, pepperóní og...gúrku...á pizzuna?
V: Já.
AS: ...viltu gúrkuna ofan á pizzuna í ofninum eða að við bætum henni við eftir að pizzan kemur úr ofninum?
V: Bara með í ofninum. Er það ekki venjan?

Afgreiðslustelpan horfir á vitleysinginn eins og hann sé fífl

AS: Nei, það er ekki ve...
V: Ég meina papriku! Shit.
AS: Fjúkk. Ég hef aldrei heyrt um gúrkupizzu.
V: Ég ruglast alltaf á gúrku og papriku.
AS: You're my favorite customer.

-Endir-

Þetta smáleikrit er sannsögulegt.

Smá viðbótarupplýsingar: Vitleysingurinn er ég. Að ruglast á papriku og gúrku er ekki það eina sem hrjáir mig. Ég ruglast líka reglulega á tölustöfunum 81 og 18 og smekklegum fötum og ógeðslegum lörfum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.