mánudagur, 12. mars 2012

Hitaóþol

Um helgina varð svo kalt í íbúðinni sem ég bý í að teppin þrjú sem ég vafði utan um mig dugðu ekki til. Rétt fyrir svefn fékk ég þá hugdettu að hækka ofnana í íbúðinni örlítið, til að minnka sjálftann. Ég breytti stillingunni úr 0 í 1 og fór að sofa.

Um nóttina vaknaði ég í gróðurhúsi, svo sveittur og ógeðslegur ógeðslegri að ég valhoppaði í sturtu á meðan ofninn var að lækka sig niður í 0 aftur.

Í sturtunni útbjó eftirfarandi graf í huganum yfir hvernig ofnar hafa virkað fyrir mig í þeim íbúðum sem ég hef búið í hingað til:


Rauði liturinn táknar óþol gagnvart hitanum (og andlitslit minn).

Ég kvarta ekki. Ég nota ofna aldrei og hef alla glugga opna þar sem ég er. Ég kaupi mér bara fleiri teppi og held áfram að treysta ekki ofnum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.