laugardagur, 4. febrúar 2012

Ónæmiskerfi mitt

Tvennt er að frétta.

Í fyrsta lagi er ég að verða veikur í fjórða skiptið á tveimur mánuðum. Það sem hryggir mig mest er ekki það að ég muni líklega eyða þessari helgi í að liggja og vorkenna sjálfum mér, þar sem ég hugðist liggja og sofa hvort eð er, heldur sú staðreynd að ónæmiskerfi mitt er álíka vel smíðað og Peugeot bifreið.

Það eru kannski ýkjur. Ef það væri alveg eins og Peugeot þá væri ég sennilega staddur á Hlemmi með andlitsmálningu rennandi niður andlitið, bjóðandi munnmök fyrir smámynt.

Hin stórfréttin er að eitt af tæplega tvö hundruð áramótaheitum mínum í ár, sem áttu að gera mig að betri manni, er kolfallið en það fól í sér að hætta að tryllast við að lesa athugasemdir við fréttir á dv.is. Ég er meira að segja farinn að byggja upp þol gagnvart þessum athugasemdum. Í gær tókst mér að lesa þrjár fréttir og athugasemdir við þær áður en ég lokaði síðunni öskrandi. Það er rúmri frétt meira en metið var.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.