fimmtudagur, 23. febrúar 2012

Ást í sturtu

Eftir rækt í World Class í gærkvöldi fór ég í sturtu, eins og vaninn er. Ég var svo heppinn að enginn var í sturtuherberginu sem ég valdi mér.

Sturtuherbergin eru tvö og í hvoru eru tíu sturtur. Þarna voru því níu lausar sturtur og þar sem ég var nálægt miðju herbergisins að sturtast þá voru sjö sturtur lausar sem ekki voru við hliðina á mér.

Það vakti því furðu mína þegar náungi kom inn og valdi sturtuna við hliðina á mér. Líkurnar á því eru 2/9 eða 22%. Það eru þá um 78% líkur á því að ég hef rétt fyrir mér þegar ég segist hafa orðið fyrir minni fyrstu viðreynslu í ræktinni í gær. Og það kviknakinn. Ekki slæmur árangur.

Mér fannst því skiljanlega enn undarlegra þegar hann brást illa við þegar ég reyndi að kyssa hann.

Hér er útskýringamynd fyrir þá sem nenna ekki að nota hugmyndaflugið:


Græna örin táknar hvert viðkomandi aðili fór til að sturta sig. Ég hefði birt ljósmynd ef hann hefði ekki verið farinn þegar ég kom aftur með gsm síma/myndavélina.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.