miðvikudagur, 7. desember 2011

Sjöundi tólfti

Dagurinn byrjaði frekar illa. Ég vaknaði í nótt í hóstakasti sem hélt á mér hita í hálftíma.

Löngu síðar vaknaði ég alltof seinn í vinnuna. Á leiðinni út sá ég miða á hurðinni sem tilkynnti mér að það er mín vika að þrífa sameignina. Frábært. Ég fór því niður í ruslageymslu til að skipta um ruslafötu áður en ég fór í vinnuna. Þar hrundi hurðin í sundur og ég varð að tjasla henni saman í ofurkulda, öskrandi.

Þegar því var lokið eyddi ég góðu korteri í að reyna að skafa bílinn að innan og utan. Frostið á rúðunum neitaði að skafast, svo þykkt var það. Tárin bræddu frostið að lokum.

Á leiðinni í vinnuna sá ég nokkra fugla á götunni að borða póstburðarmann sem hafði orðið út um morguninn. Ég er á nýlegum rennisléttum sumardekkjum svo ég rann fimlega yfir þá mér til hryllings.

Þegar í vinnuna var komið sá ég að númeraplatan framan á bílnum er það nýjasta til að hverfa af bílnum. Ég þarf því að panta nýja.

Í vinnunni hnerraði ég svo kröftuglega að ég fékk blóðnasir og hef haft í allan dag.

Ef þetta væri rómantísk gamanmynd kæmi hér kafli sem réttlætti alla þessa eymd. En þessi dagur var meira í ætt við eina leiðinlegustu mynd allra tíma, Greenberg.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.