þriðjudagur, 20. desember 2011

Jólaannríki

Í kvöld tók ég mér tannstöngul í hönd og hófst handa við að losa risahraun úr tönnunum. Eftir nokkrar sekúndur fattaði ég að ég hafði tekið tvo tannstöngla, en ekki einn, eins og ég ætlaði mér í upphafi.

Allavega, ég henti öðrum þeirra í ruslið og notaði hinn áfram, með viðunandi árangri.

Þar með lauk enn einum ævintýradeginum. Þetta er það eina sem er að frétta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.