mánudagur, 7. nóvember 2011

Ensku deildirnar í Excel skjali

Ég er ekki stoltur af mörgu sem ég hef gert í lífinu. Hér er listinn:
  • Pínulítið málverk sem ég gerði 2006.
Síðustu vikur hef ég verið að vinna í Excel skjali sem er orðið nógu gott til að ég þori að deila því með fólki. Það er kannski ekki mjög nytsamlegt eða skemmtilegt. Eða jafnvel áhugavert. En það tók mikinn tíma að plana, reikna, stilla og setja upp.

Skjalið tekur allar deildir enska boltans og simulate-ar þær, leik fyrir leik, svo úr koma nokkuð raunveruleg úrslit. Hægt er að stilla styrkleika hvers liðs í skjalinu og leika eins mörg tímabil og maður vill. Þegar tímabil er endurræst koma ný úrslit þegar umferðirnar eru leiknar. Núverandi stillingar liðanna í skjalinu eru reiknaðar út frá stöðu deildarinnar um síðustu helgi.

Hægt er að nálgast skjalið hér.

Þar með hefur listinn yfir hluti sem ég hef gert og er stoltur af lengst um 100%.

Það gefur mér afsökun til að lengja listann yfir hluti sem ég skammast mín fyrir um sama prósentustig. Vinsamlegast klæðið mig í föt ef þið sjáið mig afvelta einhversstaðar niðri í bæ næstu daga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.