mánudagur, 31. október 2011

Sjónvarpsþættirnir mínir

Ég fylgist ekki nógu vel með sjónvarpsþáttum en fylgist þó með tveimur seríum: House MD og Dexter. Nýlega fór ég svo að horfa á gamanþættina Community (Ísl.: Hörkufjör á heimavist) og varð yfir mig hrifinn (á góðan hátt).

Ef það er ekki ástæða til að gera línurit, þá veit ég ekki hvað er.

Svona mælist fyrsta serían af Community fyrir hjá mér, til samanburðar við aðra þætti sem ég hef horft á hingað til (smellið á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga):
Community er með hæsta "slefa úr hlátri á hvern þátt" hlutfallið hingað til. Vona að það haldist ekki, er orðinn þreyttur á að skipta um peysur/korsilettur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.