miðvikudagur, 26. október 2011

Kvikmyndaáhorf helgarinnar

Um helgina gerði ég mér glöð kvöld og horfði á tvær nýlegar myndir. Hér er gagnrýni mín á þær:

I am number four (Ísl.: Ég er númer tólf)
Rosa sætur strákur umgengst rosa sætt fólk á rosa sætum stöðum að gera rosa sæta hluti á meðan hann er ofsóttur af rosa vondum og ljótum geimverum. Bland af unglingaþáttum á borð við The OC og algjöru kjaftæði.

Mæli ekki með þessari. Hálf stjarna af fjórum.

Up in the air (Ísl.: Milli heims og helju)
Miðaldra maður, sem fæst við að reka fólk fyrir fyrirtæki um gervöll Bandaríkin, kynnist tveimur konum. Þær hafa mismunandi áhrif á hann.

Þægileg mynd, þrátt fyrir nokkrar grátsenur. Svo voru líka nokkrar grátsenur í myndinni.

Þrjár stjörnur af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.