föstudagur, 14. október 2011

Getraun dagsins

Forsaga:
Á miðvikudaginn síðasta passaði ég Valeríu Dögg, rúmlega árs gamla frænku mína. Eftir að hafa sótt hana á leikskólann fór ég með hana til mömmu sinnar í vinnuna, þar sem hún fékk að borða.

Þegar Valería var búin að fá sér að borða og ég gerði mig tilbúinn til að fara með hana heim til sín að halda áfram að passa hana á meðan foreldrar hennar ynnu, sagði Svetlana (mamma Valeríu) mér að bíða í smá stund á meðan hún sótti poka sem ég átti að taka með heim. Ég samþykkti og Svetlana fór inn á vinnustaðinn að sækja pokann. Um leið og Svetlana var farin á vinnustaðinn lagði ég af stað með Valeríu heim til sín.

Getraunin:
Af hverju fór ég án þess að bíða eftir að Svetlana kæmi með pokann?
Svar:
Af því ég er með lélegasta skammtímaminni í heimi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.