föstudagur, 7. október 2011

Endurskipulagning fjármála

Síðustu tvo daga hef ég verið veikur heima. Til að nýta tímann ákvað ég að fara yfir fjármálin og sjá hvað ég gæti gert til að bæta úr þeim.

Það fyrsta sem mér datt í hug var að minnka nammineyslu mína. Svo ég fór á einkabankann minn og skoðaði eyðsluna. Hér er grafið yfir neyslu mína síðasta mánuðinn, sem beið mín á síðunni (skjámynd):Rauður: Kók
Blár: Risa hraun
Appelsínugulur: Húsaleiga

Ég ákvað að vera ekki svo barnalegur að draga lærdóm af því hvað grafið stendur fyrir heldur hverju það líkist. Og það líkist Pepsi merkinu.

Ég hef því ákveðið að skipta kóki út fyrir Pepsi. Þar með er endurskipulagningu fjármálanna lokið þetta árið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.