þriðjudagur, 13. september 2011

Að láta sér líða illa

Þegar ég hef gert eitthvað stórkostlegt (eins og að fara í ræktina eða að skrifa ógleymanlega bloggfærslu (man ekki eftir neinni slíkri í augnablikinu)) sem lætur mér líða mjög vel andlega og/eða líkamlega, á ég það til að gera eitthvað svo ótrúlega heimskulegt að nettó líðan er hræðileg það sem eftir lifir kvölds og jafnvel næstu daga.

Hér eru nokkur dæmi:

1. Að borða skúffuköku
Ein sneið er nóg til að ég sofni innan tíu mínútna og vakni í flogakasti úr sykurtremma.

2. Að hlusta á U2 lag
Stundum ligg ég stjarfur úr þreytu í bílnum, keyrandi þegar U2 lag byrjar og ég hugsa „Meh, hvað er það versta sem gæti gerst við að hlusta á eitt U2 lag?“
Svar: Að heyra lagið.

3. Að senda stelpu SMS
Fá ekkert svar. Nokkurntíman.

4. Að fara í Snooker eftir að hafa spilað pool með góðum árangri.
Haldirðu að þú getir eitthvað í ballskákíþróttum eftir góðan leik í pool þá skaltu reyna snooker og halda kjafti. Þetta gerði ég með vini mínum Ara um helgina.

Við mættum kampakátir á staðinn og fórum stjarfir út eftir 150 mínútur og tvo leiki. Leikirnir fóru 18-17 og 19-7. Ef allur mínusinn hefði lagst ofan á stig andstæðingsins þá hefðum við skorað vel yfir þúsund stig í hvorum leiknum.

Aldrei hefur verið sparkað jafn fast í andlega punginn á mér.


Ari reynir að hitta hvítu kúluna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.