laugardagur, 17. september 2011

Hrós vikunnar

Í vikunni fékk ég hrós fyrir eftirfarandi:

* Að vera skemmtilegur frá Önnu Maríu, 2ja ára frænku minni. Sennilega í kaldhæðni.
* Að vera með þykkt (og smá grátt) hár, frá hárgreiðslumeistara.
* Að standa beinn í baki frá eldri manni á göngu.
* Að vera með fjörugt ímyndunarafl frá samstarfsmanni, sem sagði það ekki berum orðum en gaf það í skyn með augnaráði sínu.

Í vikunni gaf ég svo eftirfarandi hrós:

* Önnu Maríu frænku fyrir að vera skemmtileg og fyndin. Ekki í kaldhæðni.
* Næstum öllum í umferðinni fyrir að vera frábærir bílstjórar.

Ég og umheimurinn erum því jafnir þegar kemur að hrósum, því ég öskraði öll bílastjórahrósin, sem gefur því meira vægi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.