föstudagur, 26. ágúst 2011

Mitt besta poolskot

Ég hef nokkrum sinnum farið að spila pool með vinum mínum síðustu vikur. Í einni slíkri ferð átti ég eitt ótrúlegasta skot sem ég hef séð. Hér er stórbrotin, grafísk lýsing á skotinu:


Lýsing: Ég skaut kúlu í hornið, þannig að hvíta kúlan mín fór í hitt hornið. Hvorug kúlan fór þó ofan í, heldur skutust þær til baka í loftinu, þar sem þær mættust aftur og kúlan sem ég reyndi að skjóta ofan í upphaflega, fór í hitt hornið.

Því miður er ég á því styrkleikastigi í pool að þegar eitthvað flott gerist þá segir fólk "oj" frekar en "vá".

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.