mánudagur, 1. ágúst 2011

Bíóferðir vikunnar

Á síðustu dögum hef ég tvisvar farið í bíó. Bíóferðirnar fylgdu öllum mínum reglum um bíóferðir:

1. Engar þrívíddarmyndir. Af hverju að borga meira fyrir eitthvað sem maður hefur engan áhuga á og bætir engu við myndina?

2. Engin Sambíó Álfabakka. Þjónustan þar er hræðileg og þangað virðast bara sækja háværir unglingar sem eru á mörkum þess að kunna að standa upprétt.

3. Bara tíubíó. Allar sýningar fyrir þann tíma innihalda of mörg hávær ungmenni, sem ég vil helst ekki koma nálægt af ótta við smit.

4. Ekki þriðjudagsbíó. Á þriðjudögum eru tilboðssýningar. Á tilboðssýningar er meirihluti gesta fólk sem kann ekki að fara í bíó og veit ekki hvernig á að haga sér.

Í stuttu máli: ég fer í bíó þegar líkurnar á fámenni eru miklar, til dæmis um verslunarmannahelgi klukkan 22:00.

Reglunum fer fjölgandi. Ég mun líklega bæta við reglunni „engar myndir sem frumsýndar voru innan viku“ fljótlega.

Myndirnar sem ég fór á voru:

Horrible Bosses
Ekki jafn fyndin og ég bjóst við. Þó nokkuð góð. 2,5 stjörnur.

Bad teacher
Mun fyndnari en ég bjóst við. Samt ekki nógu góð. 2,5 stjörnur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.