laugardagur, 16. júlí 2011

Litli grænmetisstilkurinn

Í gærkvöldi fékk ég mér salat að borða. Í því fann ég pínulítinn stilk sem var alveg eins og blýantur í laginu. Ég planaði að gera risastóra myndaseríu á þessu bloggi þar sem ég gríntist með þennan stilk, svo ég kippti honum með mér og fór í smá heimsókn. Þar sýndi ég stilkinn og allir öskruðu úr hlátri, skiljanlega.

Þegar ég svo kom heim seinna um kvöldið áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt og týnt stilknum í heimsókninni, svo ég kíkti aftur í heimsókn, í þetta skipti til að leita að honum.

Eftir nokkra tíma leit gafst ég upp og fór út að labba. Svo vaknaði ég.

Einhver handahófskenndasti og asnalegasti draumur sem mig hefur dreymt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.