miðvikudagur, 27. júlí 2011

Hrækt í andlit sköllóttra

Nýju auglýsingar Símans, sem fjalla um náttúrufegurð Íslands eða eitthvað, skarta hinum stórskemmtilega Villa Naglbíti og er þær að finna á Youtube (hér).

Auglýsingarnar eru mjög smekklegar og jafnvel gullfallegar. En ekkert er svo gott að ekki sé hægt að finna eitthvað neikvætt við það.

Eitt gæti böggað hinn almenna miðaldra, sínöldrandi, þunnhærða leiðindapjakk og ætla ég að tækla nöldrið fyrir hönd þeirra allra: Villi Naglbítur nánast bókstaflega skyrpir í andlit sköllóttra með því að skarta akkúrat öfugri hárgreiðslu við þá, hár á toppnum og ekkert á hliðunum.Þvílík dirfska! Ég vona að hann sé stoltur af sjálfum sér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.