mánudagur, 25. apríl 2011

Pókertekjur

Það vita það ekki margir en ég vinn á kvöldin og nóttunni heima við að spila póker á netinu. Síðustu tvö kvöld hef ég keppt á nokkrum mótum og orðið í 3. og 4. sæti á tveimur 90 manna mótum.

Þetta hefur skilað mér um 20 dollurum, eða rúmlega 2.200 krónum nettó í tekjur, sem er ágætis aukapeningur.

Mér reiknast þá til að ég sé með um... 250 krónur á tímann við að spila póker þessi síðustu tvö kvöld. Ég er svo með tæplega ekkert á tímann þegar illa gengur.

Mér þætti vænt um ef þið gætuð látið sem þið hafið ekki séð síðustu fjórar setningar þessarar færslu. Takk.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.