sunnudagur, 17. apríl 2011

Excel.is og önnur ævintýri

Ég átti bæði mína gleðilegustu og sorglegustu stund ævi minnar um þessa helgi.

Gleðilegasta stundin var í dag þegar ég loksins opnaði síðuna excel.is með kunningja mínum. Á síðuna munum við setja leiðbeiningar fyrir þetta yndislega forrit sem Excel er, ásamt allskonar gagnlegum skjölum. Endilega komið með hugmyndir að skjölum eða fyrirspurnir á excel@excel.is.

Sorglegasta stundin átti sér stað í gær í Bónus þegar ég reyndi að ganga í augun á sætri stelpu með því að lesa utan á Chicago Town örbylgjupizzu umbúðum, eins og ég hefði aldrei séð þessa gerð matar áður og væri til að prófa hana einu sinni, þegar ég borða þetta í raun í annað hvert mál. Ég sá ekki betur en að þetta virkaði á hana því hún hljóp ekki í burtu öskrandi. Ég notaði því tækifærið og fór heim án þess að yrða á hana.

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.