þriðjudagur, 1. mars 2011

Útborgunardagur

Í dag er loksins runninn upp útborgunardagur. Það er varla til betri tilfinning en að eiga peninga á milli handanna og hafa ekki eina áhyggju. Klukkan níu í morgun leið mér þannig.

Korteri síðar var ég búinn að borga leiguna, hita, rafmagn, LÍN afborgun, vexti, vaxtavexti, símareikninga og aðra reikninga ásamt VISA.

Ég var áhyggjulaus í korter. Óvenju langur tími.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.