fimmtudagur, 3. mars 2011

Mataræði fyrir rækt

Fólk spyr mig oft aldrei hvað sé best að borða fyrir ræktina. Ég er langt í frá því að vera sérfræðingur en ég reyni þó að hjálpa.

Ég beiti útilokunaraðferðinni. Í gærkvöldi lærði ég t.d., með þessari aðferð, að það er ekki gott að borða hálfa skúffuköku, Risa hraun og snakk fyrir ræktarferð, nema þú viljir verða máttlaus í miðri æfingu og kasta næstum upp í sturtuklefanum.

Í kvöld ætla ég að komast að því hvað af þessu þrennu hafði þessi áhrif, með því að beita útilokunaraðferðinni og borða bara skúffuköku og Risa Hraun áður en ég legg af stað.

Með þessari aðferð hef ég m.a. lært að borða sem minnst af sultu, núðlum, uppþvottalegi og kókosbollum, fyrir ræktarferð.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.