miðvikudagur, 16. mars 2011

Íslenskt drive-by

Fyrr í dag upplifði ég svokallað drive-by (ísl.: keyra-framhjá-og-skjóta-á-kyrrstæða) á rauði ljósi. Og eins og í Bandaríkjunum, þá var það rappari sem stóð fyrir þessu brjálæði, eins og búast mátti við.

Íslenska gerðin af drive-by-um er þó með talsvert öðru sniði en þau bandarísku, þó þau hafi sömu sálrænu áhrifin. Svona var atburðarásin:

1. Ég stoppaði á rauðu ljósi. Við hliðina á mér stoppaði sparneytinn fólksbíll.
2. Ég var að dást að fegurð augabrúninnar minnar í baksýnisspeglinum þegar bíllinn við hliðina á mér truflaði einbeitinguna með flauti.
3. Ég leit í átt til hans. Ökumaðurinn renndi þá niður rúðunni og gaf til kynna að ég ætti að gera það sama.
4. Ég kannast við manninn. Íslenskur rappari. Ég renndi því niður rúðunni og heilsaði.
5. Rapparinn kallaði þá óvænt "Ég fucking elska bloggið þitt!" og spólaði í burtu.
6. Ég lokaði glugganum, ringlaður og öskra á næsta bíl að hringja á lögregluna með brostinni röddu.

Lögreglan sagðist ætla að lýsa eftir viðkomandi í öllum miðlum í aukafréttatíma á öllum sjónvarps- og útvarpsstöðvum í kvöld. Mér finnst ólíklegt að það beri árangur.

Ég stefni því á að kalla eitthvað jákvætt og uppbyggjandi fyrir utan húsið hans á næstunni, áður en ég hleyp í burtu flissandi. Hefndin verður sæt.

4 ummæli:

 1. Sparneytinn fólksbíll? Þú mátt kaupa Opelinn af mér.

  Annars var Peugotinn þinn ógeðslega flottr (internet driveby)

  SvaraEyða
 2. Drive-by hrósari: Ég skal kaupa hann á 50.000 krónur. Eða láta Peugeotinn minn upp í og borga 2,5 milljónir á milli.

  Annars smá tipp ef þú lendir í að passa Sibba þegar hann póstar upp: Hvísla í eyrað á honum "ég er ekki í neinum nærbuxum" þegar hann fær boltann. Virkar alltaf.

  Þetta kallast drive-by-digital-ráð.

  SvaraEyða
 3. Ég sagði: "Ég elska fokking bloggið þitt"

  SvaraEyða
 4. Ég stend leiðréttur. En leiðrétti aldrei færsluna!

  SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.