þriðjudagur, 25. janúar 2011

Geispátakið 2011

Ég er gríðarlega ánægður með árangur minn í átakinu "Geispaðu sjaldnar í vinnunni, hálfvitinn þinn" sem ég er eini þátttakandinn í. Það hófst í morgun.

Í gær geispaði ég um 350 sinnum yfir daginn og bjó því til þetta átak. Í gærkvöldi fór ég svo seint að sofa, einhverra hluta vegna, og hef aðeins geispað tvisvar sinnum í morgun. Í fyrra skiptið geispaði ég frá 9:00 til 10:30 og seinna skiptið 10:45 til 12:05.

2 ummæli:

  1. Er þér ekkert illt í kjálkavöðvunum ?

    SvaraEyða
  2. Nei, þvert á móti. Hef aldrei verið jafn hraustur í kjálkanum.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.