mánudagur, 27. desember 2010

Miðnæturganga

Á miðnætti í kvöld fór ég í göngutúr um Fellabæinn, eins og ég geri oft á dag, þá daga sem ég eyði í Fellabæ yfir hátíðirnar, árlega.

Það sem var óvænt við þennan göngutúr var annars hversu ég líktist alvöru ballettdansara við að renna mér á hálkublettum gatnanna og hinsvegar 15-20 hreindýr sem gengu í veg fyrir mig, svo ég stóð stjarfur og hugleiddi hvort ég hefði óvart tekið LSD í stað amfetamínstera með kvöldmatnum.

Nú, þegar runnið er af mér, veit ég að ólyfjan komu þessu hvergi nálægt, því ég tók mynd. Hér er hún og málið telst sannað:

Gæti ekki verið skýrara.
Skemmtileg lífsreynsla, þó það sé alltaf óþægilegt að ganga hland- og tárvotur í köldu veðri.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.