þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Gærkvöldið

Í gærkvöldi fór ég í ræktina og horfði á heilan þátt af 60 mínútum, á meðan ég hjólaði í tæpan klukkutíma, eins og fínn maður. Það áhugaverðasta við þetta var að einglyrnið og pípuhatturinn duttu aldrei af mér á meðan.

Þegar ég svo kom heim úr ræktinni leið mér ekki nógu illa, skiljanlega, svo ég borðaði heilan 25 stykkja pakka af creamy puffs. Ef eitthvað fær mann til að hata sjálfan sig þá er það creamy puffs og það var akkúrat það sem ég gerði það sem eftir lifði kvölds.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.