sunnudagur, 19. september 2010

Fjölgun

Í morgun klukkan 8:05 fæddist bróður mínum, Björgvini og spúsu hans, Svetlönu, þeirra fyrsta barn. Dóttir nánar tiltekið. Ég er því orðinn föður- og móðurbróðir í fjórða sinn.

Ég kíkti á stolta foreldra í dag á fæðingardeildina og get staðfest að stelpan er gríðarfögur, bæði fíngerð og glæsileg. Hún er líka með talsvert langar tær; píanótær eins og Björgvin orðaði það.

Ég ætla að leyfa foreldrum að birta fyrst myndir af stelpunni. Myndir koma því síðar.

Innilega til hamingju, Björgvin og Svetlana!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.