miðvikudagur, 4. ágúst 2010

Lækning vanlíðunnar

Þegar mér líður undir veðrinu finnst mér gott að skoða grafið að neðan og velja mér afþreyingu til að láta mér líða betur:

Smellið á það fyrir stærra eintak í nýjum glugga.
Ástæðan fyrir vanlíðaninni er nánast undantekningalaust hreyfingarleysi, svo það er auðvelt að lækna. Ég get ekki mælt nógu mikið með hreyfingu. Hún læknar nánast allt andlegt og margt líkamlegt, í það minnsta í mínu tilviki.

Allavega, ég fór í ræktina í gær og í MP3 spilaranum komu þrjú mín uppáhaldsræktarlög í röð:

1. FNZ - Waterslide


Þetta lag er gert af ungum íslenskum pilti sem ég kynntist nýlega. Frábært að hlaupa við þetta lag.


2. Benny Benassi - Finger food


Er talsvert lengi að byrja en þegar hápunkti er náð er ég yfirleitt öskrandi með.


3. The Chemical Brothers - Music: Response


Ef Excel gæti samið tónlist þá myndi hún hljóma svona.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.