föstudagur, 16. júlí 2010

Hugtök í myndaformi

Hér eru nokkur hugtök sett fram í myndaformi. Allar myndirnar voru teknar í vikunni af engum öðrum en mér sjálfum!

1. Sparnaður
Alls um 2.500 króna nettó sparnaður!
Með því að eyða einu eða tveimur kvöldum vikunnar í að sitja einn heima í sófanum og smyrja sér samlokur á meðan horft er á Baldna Folann, má spara sér gríðarlegar fjárhæðir.

Ég spara meira að segja smá auka með því að kaupa mér saltlaust álegg því tárin sem falla í smjörið á meðan á þessu stendur innihalda ráðlagðan dagskammt af salti og vel það.

Aukaráð: Fínt er að láta gera sérstaka poka sem á stendur "500 króna sparnaður" til að minna sig á sparnaðinn sem verður til við þetta (sjá mynd að ofan). Pokarnir fást þrír saman í pakka og kosta litlar 7.000 krónur.

2. Þróun
Stökkbreyting!
Allar gerðir dýra hafa þróast í það sem þau eru núna fyrir tilstilli náttúruvals. Kex er þar engin undantekning, lærði ég í kvöld.

Á myndinni má sjá þróunarkenninguna að verki. Svo virðist sem stökkbreyting hafi átt sér stað í DNA-i kexins og fótur myndast. Það hefði verið spennandi að sjá hvernig kexinu hefði vegnað í náttúrunni með þennan nýja fót, en ég borðaði það og lauk því ævi þess. En af því það var svo girnilegt fengu önnur kex að lifa. Náttúruvalið að verki.

Smelltu á 'Sjá meira' fyrir þriðju myndina en það er hreyfimynd! Spennandi!
3. Myndatökuhiksti
Kópavogsgarður.
Við fyrstu sýn virðist þetta vera hin fullkomna hreyfimynd en ef vel er að gáð má sjá að ég var með hiksta þegar myndin var tekin. Fleira var það ekki.

3 ummæli:

  1. Bwahahahaha...ég sá hikstann!

    SvaraEyða
  2. Kolla: Gott! Fólk á að sjá þennan hiksta og meðtaka hugtakið, jafnvel koma því í umferð. Næsta skref er svo ????. Eftir það: Hagnaður.

    Björgvin: Takk. Nema þú sért að svara kommentinu hennar Kollu. Ef svo er; sammála.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.