mánudagur, 5. júlí 2010

Bíólægðin mikla júlí 2010

Bíóhús borgarinnar eru í sögulegri lægð. Hér er listi yfir þær myndir sem eru í sýningu núna:

A Nightmare on Elm Street
1. Hryllingsmynd. Versta gerð kvikmynda.
2. Fær 13% á Rotten Tomatoes (RT).

Get Him to the Greek
1. Sá hana fyrir tveimur vikum = Búin að vera lengi í sýningu.
2. Fær annars fína dóma (73% á RT).

Grown Ups
1. Fræ 10% á Rotten Tomatoes.
2. Mér dettur ekki til hugar að sjá hana.

Húgó 3
1. Barnamynd.
2. Þriðja myndin í röðinni. Hinar tvær voru hundleiðinlegar.

Killers
1. Epískt meistaraverk. Fær 12% á RT.
2. Ashton Kutcher.

Prince of Persia: The Sands of Time
1. Sá hana fyrir þremur vikum = Búin að vera of lengi í sýningu.
2. Fín mynd svosem. En óeftirminnileg. 37% á RT.

Robin Hood
1. 44% á RT.
2. Bara sýnd í Háskólabíó og bara sýnd klukkan 21, enda búin að vera lengi í sýningu.

Sex and the City 2
1. Sirka það síðasta sem ég myndi fara á í bíó, á eftir heimildamynd um fiskikvótakerfið.
2. 16% á RT.

Snabba Cash
1. Erfitt að sjá mynd á sænsku eftir að hafa séð Karlmenn sem hata konur.
2. Bara sýnd kl 18, þegar flestir (ég) eru að vinna

StreetDance 3D
1. Dansmynd.
2. Fær 87% á RT! [Hef þurrkað RT úr minni tölvunnar]

The A-Team
1. Ein heimskulegasta og mest pirrandi mynd sem ég hef séð.
2. Fær 49% á RT.

The Losers
1. Bara sýnd í Álfabakka, versta bíóhúsi norðurlanda. Stíg ekki fæti þangað inn.
2. Fær 47% á RT.

The Twilight Saga: Eclipse
1. Vampírur. Hættar að sjúga blóð og farnar að sjúga getnaðarlimi.

Toy Story 3 3D
1. 3D sýning. Ég hata þær.
2. Fín mynd reyndar, ef maður nennir að burðast með 3D gleraugun (99% á RT).

Ekki nóg með þetta hræðilega úrval heldur munu aðeins þrjár myndir bætast við næstu tvær vikurnar. En þær eru:

Shrek 72
1. Nóg komið.
2. 3D mynd. Nóg sagt.

Boðberi
1. Íslensk drama mynd. Amk ein nektarsena og eitt syfjaspell.

Knight and day
1. Endurgerð myndar Ashton Kutcher, Killers frá árinu 2010.

Það lítur út fyrir að ég þurfi að finna mér eitthvað annað að gera í júlí en fara í bíó og nöldra yfir myndum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.