þriðjudagur, 8. júní 2010

Kvikmyndagagnrýni: Youth in Revolt

Michael Cera með yfirvaraskegg. Úbs, sagði frá endinum.
Youth in Revolt
Aðalhlutverk: Michael Cera og Portia Doubleday.

Bíó og tímasetning: Smárabíó, sunnudagurinn 30. maí kl 22:10.

Félagsskapur: Björgvin bróðir í hálf fullum sal 4.

Saga myndar: Ungur og bældur strákur verður hrifinn af stelpu (Cera formúlan) og grípur til þess ráðs að verða illur til að fanga athygli hennar. Upphefst ævintýri.

Leikur: Michael Cera leikur yfirleitt sama vandræðalega og feimna karakterinn. Hann gerir það líka hér, en það er í lagi, þar sem hann gerir það mjög vel. Hann sýnir þó á sér nýja hlið í þessari mynd með fínum árangri. Aðrir leikarar falla í skuggann á honum.

Annað varðandi mynd: Grínmynd með ögn af drama. Nokkuð fyndin, aðallega fyrir tilstilli Michael Cera (og handritshöfunda, auðvitað).

Boðskapur myndar: Það er í lagi að vera feiminn, ef þú ert geðveikur líka.

Fróðleikur: Það eru nokkrir frægir leikarar í aukahlutverkum í myndinni. Þar á meðal Nánar tiltekið Ray Liotta, Justin Long, Steve Buscemi og Zach Galifianakis.

Stjörnugjöf: Fyndin mynd sem hægt er að horfa á oftar en einu sinni. 3 stjörnur af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.