þriðjudagur, 15. júní 2010

Giskunarkeppni

Ég tek þátt í að giska á úrslit í HM í fótbolta á síðunni leikurinn.is. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég fylgist ekkert með fótbolta, hef engan áhuga á honum og hef ekki séð sekúndu af þessari keppni.

Ég tek samt þátt þar sem ég elska tölur og allt sem við þeim kemur.

Í keppninni eru gefin 2 stig fyrir nákvæmlega rétta ágiskun og 1 stig fyrir rétt úrslit leiks. Hér eru ágiskanirnar mínar hingað til:

SAF - MEX: 1-1 [2 stig]
URU - FRA: 0-2
ARG - NIG: 2-1 [1 stig]
KOR - GRI: 0-0
ENG - USA: 2-1
ALG - SVN: 0-1 [2 stig]
GER - ÁST: 4-0 [2 stig]
SRB - GHA: 1-1
HOL - DAN: 3-2 [1 stig]
JPN - CMR: 1-1
ITA - PAR: 4-0
NZL - SVK: 0-0 [1 stig]

Eftir þessa leiki er ég í 88. sæti af 2.243 manns og sennilega í 1. sæti yfir þá sem vita ekkert um fótbolta. Ég geri ráð fyrir hraðri niðurleið hér eftir.

Mögleg ástæða þess að ég tók þátt.

2 ummæli:

  1. Ah, ég hefði átt að skrá mig á leikurinn.is. Ég hef, eins og þú, nákvæmlega engan áhuga á fótbolta en tók þátt í giskunarkeppni í vinnunni. Ég giskaði á að allir leikirnir mundu fara í jafntefli, nema Norður Kórea mundu vinna Braselíu. Ég er efstur með 12 stig.

    SvaraEyða
  2. hehe það er glæsilegur árangur. Og þegar ég hugsa út í það, mjög snjallt! Mér skilst að allir leikirnir séu mjög jafnir og leiðinlegir.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.